Víkingar segja vonbrigði að Ólafur sjái ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 10:53 Ólafur Jóhannesson slapp við allt. vísir/eyþór Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ þar sem að dómur yfir Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals í Pepsi-deild karla, var látinn niður falla. Ólafur sagði í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net að úrslitum í leiks Víkings og Völsungs árið 2013 hefði verið hagrætt en Víkingur vann, 16-0, og komst upp um deild á kostnað Hauka sem Ólafur þjálfaði. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir eftir að kvörtun barst frá Víkingum þar sem að þeim fannst illa að félaginu vegið og fór svo að Valur var sektaður um 100.000 krónur. Valsmenn áfrýjuðu og unnu málið fyrir áfrýjunardómstólnum. „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013,“ segir í yfirlýsingu Víkinga. Fossvogsfélagið telur Valsmenn bera fulla ábyrgð á þjálfara sínum og að hann ætti að þurfa að axla ábyrgð á ummælum sínum en í úrskurði áfrýjunardómstóls KSÍ var sagt að Ólafur væri ekki á vegum Vals í þessu viðtali. Víkingar eru verulega ósáttir við dóminn en lýsa einnig yfir miklum vonbrigðum með Ólaf, sem á að teljast fyrirmynd að þeirra sögn, að hann hafi ekki „séð sóma sinn“ í að biðja félögin afsökunar og „stuðla að lyktum þessa máls.“ Þetta mál gerir leik liðanna í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið ekkert minna spennandi en Íslandsmeistararnir mæta í Víkina klukkan 19.15 eftir þrjá daga. Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.Yfirlýsingin í heild sinni: „Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir almennum áhyggjum sínum yfir niðurstöðu dóms áfrýjunardómstóls KSÍ, vegna alvarlegra en tilhæfulausra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013. KSÍ vísaði málinu til aga- og úrskurðarnefndar sem sektaði Knattspyrnufélagið Val vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar. Í dómi áfrýjunardómstólsins er sektin hins vegar felld niður. Knattspyrnufélagið Víkingur, sem var ekki aðili að málsmeðferðinni, heldur KSÍ og Knattspyrnufélagið Valur, átti síst von á þessari niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Taldi Víkingur þannig Val bera ábyrgð á þjálfara sínum vegna ummælanna eftir lögum og reglum knattspyrnusambandsins. Í öllu falli þyrfti þjálfarinn að axla ábyrgð á slíkum ummælum. Áfrýjunardómstóll KSÍ lítur svo á að Valur eigi ekki að bera neina ábyrgð á þjálfara sínum, þegar hann kemur fram á opinberum vettvangi. Slíkt geti hins vegar varðað hann refsiábyrgð. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur í lengstu lög viljað leysa úr deilumálum sem upp koma innan knattspyrnuhreyfingarinnar, á vettvangi hennar. Telur Víkingur það síður vera í anda þess sem hreyfingin stendur fyrir ef félögin eru knúin til að sækja mál fyrir almennum dómstólum gagnvart hlutaðeigandi starfsmönnum félaganna persónulega, til að rétta sinn hlut. Taki lög sambandsins eða reglugerðir ekki á tilvikum sem þessum, þannig að slík tilhæfulaus og alvarleg ummæli eru látin óátalin innan knattspyrnuhreyfingarinnar, ef þau eru höfð uppi „opinberlega“ og ekki „í tengslum við leik“ þá er brotalöm á gildandi reglum KSÍ sem bæta þarf úr tafarlaust. Knattspyrnufélagið Víkingur lýsir jafnframt miklum vonbrigðum sínum yfir að Ólafur Jóhannesson, sem telja á mikilvæga fyrirmynd innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem fyrrverandi landsliðsþjálfara og núverandi þjálfara Íslandsmeistara Vals, hafi ekki séð sóma sinn í því að biðja félögin afsökunar og stuðla að lyktum þessa máls. Knattspyrnufélagið Víkingur vill í ljósi niðurstöðu áfrýjunardómstólsins því ítreka áskorun sína til Ólafs Jóhannessonar að hann biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum sem myndi verða knattspyrnuhreyfingunni til heilla og stuðla að ekki verði frekari eftirmálar vegna þessara ummæla.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. 30. apríl 2018 18:51