Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 18:32 Fáni og þinghús Iowa í Des Moines. Vísir/Getty Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira