Iowa stefnir að ströngustu fóstureyðingarlögum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 18:32 Fáni og þinghús Iowa í Des Moines. Vísir/Getty Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Þing Iowa í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um fóstureyðingar sem sögð eru vera þau ströngustu í Bandaríkjunum. Samkvæmt frumvarpinu verður konum bannað að fara í fóstureyðingar eftir að hjartsláttur fósturs verður greinanlegur, sem er eftir um sex vikur. Gagnrýnendur segja að þar með sé í raun verið að gera konum nánast ómögulegt að eyða fóstrum þar sem margar konur viti ekki af óléttu fyrir sex vikur. Repúblikanar stjórna þingi Iowa og ríkisstjórinn, Kim Reynolds, er sömuleiðis Repúblikani. Hún hefur ekki opinberað hvort hún muni skrifa undir frumvarpið og gera það að lögum. Gagnrýnendur frumvarpsins segja einnig að það sé gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og vísa til hins fræga Roe gegn Wade úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna frá 1973, sem segir til um að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum samkvæmt 14. ákvæði stjórnarskrár landsins.Demókratar segja að lög eins og þau sem hér sé um ræða þvingi konur til að leita út fyrir Iowa til fóstureyðinga eða jafnvel til að leita annarra og hættulegri leiða til að losna við fóstur.Samkvæmt frétt BBC hafa íhaldsmenn í mörgum ríkjum Bandaríkjanna gert lög gegn fóstureyðingum á undanförnum áratugum og hafa dómstólar oft og títt fellt slík lög niður. Því hafa Repúblikanar víða um Bandaríkin reynt að fá Hæstarétt til að snúa úrskurðinum og þar með fella niður rétt kvenna til fóstureyðinga.Á undanförnum árum hefur Hæstiréttur neitað að taka þessi mál til skoðunar en samkvæmt Des Moines Register eru Repúblikanar í Iowa vongóðir þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vinnur að því að tilnefna sífellt fleiri íhaldssama dómara. Þar er með talinn Neil Gorsuch, hæstaréttardómari.Þeir telja einnig að á þeim þremur til fjórum árum sem það tæki málið að fara fyrir Hæstarétt gæti Trump hafa tilnefnt annan íhaldssaman dómara til Hæstaréttar.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Repúblikanar í Iowa vonast til þess að kæra verði lögð fram vegna frumvarpsins og þau málaferli endi með niðurfellingu Roe V Wade. Þingkonan Shannon Lundgren sagði samkvæmt DM Register að nú væri tími til kominn að Hæstiréttur tæki málið aftur til skoðunar. Hún sagði að vísindin hefðu sannað það sem margir hefðu vitað lengi. Að fóstur væru börn.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira