Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:00 Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Valli Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórn Hörpu tónlistarog ráðstefnuhúss ohf. hækkaði laun forstjórans, Svanhildar Konráðsdóttur, um rúm 20 prósent á síðasta ári skömmu eftir að ákvörðunarvald launa forstjórans var fært frá kjararáði. Var þetta önnur launaákvörðunin sem forstjóri Hörpu fékk á síðasta ári því í febrúar í fyrra hafði kjararáð ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Stjórnin hækkaði hins vegar launin í 1.567 þúsund krónur á mánuði. Í nýbirtum ársreikningi Hörpu má sjá að laun og launatengd gjöld til forstjóra Hörpu höfðu hækkað nokkuð milli áranna 2016 og 2017 og umfram það sem nemur þeim launum sem kjararáð ákvarðaði þáverandi forstjóra þann 13. febrúar 2017. Forstjóraskipti urðu hjá Hörpu þann 1. maí í fyrra þegar Svanhildur Konráðsdóttir tók við af Halldóri Guðmundssyni sem verið hafði forstjóri í fimm ár. Launakjör Svanhildar voru þá þau sömu og kjararáð hafði ákvarðað Halldóri. Ný lög um kjararáð tóku hins vegar gildi 1. júlí 2017 sem höfðu þann tilgang að fækka verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og færa ákvörðunarvaldið í mörgum tilfellum aftur til stjórna viðkomandi fyrirtækja og félaga í opinberri eigu. Eitt þessara félaga var Harpa ohf. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum launahækkunum sem birtust í ársreikningi Hörpu. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, staðfestir að stjórnin hafi hækkað laun Svanhildar í fyrra, eftir að hún tók við starfinu, en það hafi verið fyrir hans tíð í stjórn.Harpa hefur verið rekin með tapi frá opnun.Vísir(Valli„Ákvörðun fyrri stjórnar um laun forstjóra var 1.567 þúsund í heildarlaun á mánuði og engar aukagreiðslur fyrir setu í öðrum stjórnum,“ segir Þórður Aðspurður hvenær hækkunin hafi komið til framkvæmda segir Þórður telja að það hafi verið annað hvort 1. júlí eða 1. ágúst. Stjórnarákvörðunin í fyrra gerði það að verkum að laun forstjórans hækkuðu um ríflega 260 þúsund krónur á mánuði, eða 20,5 prósent. Eftir því sem næst verður komist leiddi ákvörðun kjararáðs í febrúar 2017 ekki til teljandi launahækkunar hjá forstjóra Hörpu. Fréttir hafa borist af launaskriði æðstu stjórnenda ríkisfyrirtækja og stofnana undanfarnar vikur, en fjallað hefur verið um að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar fékk 32 prósenta launahækkun í fyrra og að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri fékk 16 prósenta launahækkun hjá RÚV, svo dæmi séu tekin. Hækkanir sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá verkalýðsforystunni. Þessar umtalsverðu launahækkanir til handa forstjórum og stjórnendum opinberra fyrirtækja og félaga, nýfrjálsum undan ákvörðunarvaldi kjararáðs, ganga í berhögg við tilmæli fjármála- og efnahagsráðuneytisins til stjórna fyrirtækja í ríkiseigu í fyrra. Þar var þeim ráðlagt að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir að ákvarðanir um laun þeirra færðust undan kjararáði af ótta við hugsanleg áhrif launaákvarðana á stöðugleika á vinnumarkaði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30