Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:30 Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Vísbendingar eru um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun í lífi og starfi hér á landi samkvæmt sérfræðingum hjá Virk-Starfsendurhæfingasjóði. Þunglyndi, kvíði og minnisleysi geti verið einkenni kulnunnar. Um 1900 manns sækja árlega til Virk starfsendurhæfingar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir sjá vísbendingar um að kulnun í lífi og starfi sé að aukast „Það er tilfinning okkar ráðgjafa að þetta hafi aukist. Það er reyndar þannig að kulnun, það er engin sérstök sjúkdómsgreining á bak við það. Þessir einstaklingar koma inn með einkenni þunglyndis og kvíða og svo kemur í ljós í ferlinu að um er að ræða kulnun,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk. Sálfræðingur hjá Virk segir einkenni kulnunnar margvísleg. „Einstaklingur sem finnur fyrir kulnun hann finnur fyrir mikilli örmögnun. Það lýsir sér í mikilli þreytu, meiri þreytu en gengur og gerist. Tilfinningaleg flatneskja, þunglyndi og kvíða. Það eru líka önnur einkenni, vitræn einkenni eins og minnisleysi,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sviðsstjóri og sálfræðingur hjá Virk. Vigdís segir mögulegar ástæður þess að kulnun sé að aukast almennt álag í samfélaginu. „Ég gæti trúað því að það sé álag í samfélaginu. Við erum að gera of miklar kröfur til okkar, til barna okkar og lífið hjá mörgum okkar er „hektískt“. Ég hugsa að það spili svolítið stórt hlutverk inn í þetta. Hvort að það er bara á vinnumarkaði þá held ég að við eigum að líta í kringum okkur alls staðar. Það er mikið álag á okkur sem einstaklingar og kannski getum við farið okkar hægar,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira