KR valtaði yfir Aftureldingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 16:00 KR-ingar fagna. vísir/andri marinó KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk. Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk.
Íslenski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast