Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Kristján Már Unnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. maí 2018 17:36 Við höfnina í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“ Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ellefu af þeim átján málum sem hafa verið til skoðunar hjá Þjóðskrá Íslands um lögheimilisskrárningar í Árneshrepp hafa verið felld niður. Í einu tilfelli fór einstaklingur að eigin frumkvæði fram á að Þjóðskrá leiðrétti lögheimilisskráninguna. Tíu dagar eru liðnir síðan ábending kom fram um hugsanlegt kosningasvindl í Árneshreppi. Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá á Árneshrepps á Ströndum, eða um 38 prósenta fjölgun íbúa í fámennu sveitarfélagi, gæti tengst átökum um Hvalárvirkjun. Íbúi, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fullyrti að lögheimilisskráningarnar væru yfirtaka á hreppnum, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.Uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetuAðspurð um niðurstöðu athugunarinnar, segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að niðurstaða liggi fyrir í tólf málum af átján sem eru til skoðunar. „Okkar niðurstaða er sú að tólf einstaklingar, eða þessir ellefu einstaklingar, fyrirgefðu, uppfylli ekki skilyrði laga um að hafa fasta búsetu á þeim stað sem þeir tilkynntu um í sinni tilkynningu.“Ellefu einstaklingar uppfylla ekki skilyrði laga um fasta búsetu.Vísir/stöð 2Annað eins mál ekki komið upp á ferli ÁstríðarLögreglan á Hólmavík hefur á undanförnum dögum rannsakað málið. „Það er liður í okkar rannsókn, sem iðulega er viðhaft, að óska eftir því að lögregla fari á staðinn og kanni hvernig búsetu einstaklinga er háttað í málum sem þessu og okkar niðurstaða byggist meðal annars á skýrslu frá lögreglunni á Hólmavík,“ segir Ástríður sem hefur ekki á sínum ferli unnið að viðlíka máli.En voru þetta málamyndaskráningar?„Við verðum að líta svo að það hafi ekki verið lögð fram gögn sem sýna með fullnægjandi hætti að viðkomandi einstaklingar hafi haft fasta búsettu á þessum stað,“ segir Ástríður sem að öðru leyti getur ekki tjáð sig um eftirmála lögheimilisskráninganna því það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands. Nú er niðurstaða komin í tólf mál sem hafa verið til skoðunar en niðurstöðu hinna sex málanna er að vænta eftir helgi. „Við munum ljúka þeim sem fyrst eftir helgina þegar frestur til að koma að gögnum og nánari rannsókn hefur farið fram hjá stofnuninni.“
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00