Handbolti

Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gísli Þorgeir liggur í gólfinu eftir samstuðið við Atla Heimi í gær
Gísli Þorgeir liggur í gólfinu eftir samstuðið við Atla Heimi í gær vísir/skjáskot
Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta snýst um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Andri Heimir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir brotið í leiknum en stjórn HSÍ hefur vísað málinu til aganefndar. Leikur fjögur í einvíginu fer fram á morgun.

„Ég vil taka það skýrt fram að ég ætlaði á engum tímapunkti að meiða hann,“ sagði Andri Heimir í viðtali við mbl.is í dag.

Gísli Þorgeir fékk þungt höfuðhögg við að skella í gólfinu eftir viðskipti þeirra ásamt því að hann virtist meiðast illa á öxl. Óvíst er hvort hann geti tekið þátt í leiknum á morgun.

ÍBV leiðir einvígið 2-1 eftir sigur í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 16:00.


Tengdar fréttir

Gísli fékk símtal frá pabba í hálfleik

Það vakti athygli í leik ÍBV og FH í gær að Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, leikmanns FH, skildi hringja í son sinn í hálfleiknum. Skal svo sem engan undra að faðirinn hafi viljað heyra í syninum eftir það sem hafði gengið á.

Halldór Jóhann: Þetta er alltaf rautt spjald

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var heitur í hálfleik í gær í leik ÍBV og FH enda hafði hans besti maður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, meiðst illa í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×