„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 18:27 Hraunfossar í Borgarfirði þykja afar fallegir og vinsæll vðkomustaður ferðamanna. Vísir/Vilhelm Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“ Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag. Hún segir ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og komist var að orði í ályktuninni. Að auki segir hún rekstraraðila veitingastaðar við Hraunfossa hafa stuðlað að stöðvun gjaldtökunnar. Í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar kom fram að byggðaráð furði sig á því að leigutakar jarðarinnar Hraunáss hafi á nýjan leik hafið „töku vegtolla fyrir eigin ábata inn á fyrrgreint svæði án þess að hafa á nokkurn hátt lagt fé til uppbyggingar á þeirri aðstöðu sem þar er til staðar.“Sjá einnig: Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, furðar sig á þessari fullyrðingu byggðaráðs, þ.e. að eigendur jarðarinnar leggi ekkert til málanna í uppbygingu á svæðinu. „Ég veit ekki á hverju sú fullyrðing byggir. Í fyrsta lagi vilja þeir bara taka bílastæðið af friðlýsta svæðinu, þeim finnst skrýtið að hafa bílastæði inn á friðlýstu svæði,“ segir Eva.Eva B. Helgadóttir, lögmaður leigutakanna.Ekki verið að innheimta vegtolla Gjaldtakan við Hraunfossa var stöðvuð í gær en Eva segist ekki enn hafa fengið haldbær rök fyrir stöðvuninni frá lögreglu. „Ég er að bíða eftir að sjá á hverju sú ákvörðun sýslumanns er byggð. Hann mætir bara og stöðvar hana, segir ekkert af hverju, kemur ekki með neina pappíra og ekki neitt.“ Þá segir Eva ekki rétt að verið sé að innheimta „vegtolla“ eins og kom fram í ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Það er rangt að það sé verið að krefjast einhvers umferðargjalds eða vegatolla.“Að ofan má sjá mynd frá eigendum H-fossa, umbjóðenda Evu, sem sýnir þeirra um uppbyggingu á svæðinu. Eva segir þá vilja fjarlægja bílastæðið af hinu friðlýsta svæði sem þeim þykir of nálægt fossunum.Mynd/H-fossar„Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna“ Þá segir Eva að rekstraraðilar veitingastaðar við Hraunfossa, sem hafa sagst vera mótfallin gjaldtökunni, standi líklega að baki stöðvun hennar. „Kjarnaatriðið í þessu er að það er veitingastaður rekinn í jaðri landsins sem byggir alla afkomu sína á því að viðskiptavinir hans fái að leggja ókeypis í landi annars manns,“ segir Eva. „Það eru þeir sem hringja sjö sinnum á dag í lögregluna og sjö sinnum á dag í Umhverfisstofnun og sýslumann.“ Spurð að því hvort staðan sem nú hafi skapast sé að mestu leyti upprunin frá rekstraraðilum veitingastaðarins segir Eva að grunur leiki á um það. „Mér sýnist margt benda til þess vegna þess að af hverju er lögreglan allt í einu að mæta og stöðva einhverja gjaldtöku án þess að vita af hverju? Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi.“
Bílar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Borgarbyggð blöskrar að þeir sem leggi ekkert til málanna rukki við Hraunfossa Leigutakar rukkuðu eitt þúsund krónur á bílinn. 17. maí 2018 14:56
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Í annað skipti sem gjaldtakan er stöðvuð. 16. maí 2018 15:47
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37