Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 15:34 Elliði Vignisson er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Vísir Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Kosningar 2018 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Kosningar 2018 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira