Grótta biður Þorgeir Bjarka afsökunar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 14:30 Frá viðureign Vals og Gróttu í Olís deildinni. Leikmenn myndarinnar tengjast fréttinni ekki vísir/getty Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið biður fyrrum leikmann þess, Þorgeir Bjarka Davíðsson, einlægrar afsökunar. Þorgeir Bjarki er fæddur árið 1996 og hefur verið á mála hjá Fram síðan hann fór frá Gróttu fyrir tveimur árum. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með félaginu í Olís deild karla í veturAfsökunarbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu: Íþróttafélagið Grótta hefur lagst í gagngerar endurbætur á eineltisstefnu félagsins og verkferlum þar að lútandi. Veigamikil og þörf vitundarvakning hefur átt sér stað í þjóðfélaginu í ljósi #metoo umræðunnar og telur félagið mikilvægt að fylgja því eftir með endurskoðun á öllum verkferlum. Sú endurskoðun er einnig gerð í ljósi aðstæðna sem upp komu hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Um er að ræða aðstæður sem leiddu til þess að leikmaður, Þorgeir Bjarki Davíðsson, sá sér ekki fært að vera áfram hjá félaginu. Harmar félagið að ekki skuli hafa verið nógu vel staðið að hans máli á sínum tíma og biður Þorgeir Bjarka einlæglega afsökunar á því. Leggur félagið ríka áherslu á að komi slík mál upp í framtíðinni verði réttum boðleiðum fylgt. Eru fyrirhugaðar breytingar gerðar í samræmi við reglugerð um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum nr 1009/2015. Grótta vill ítreka að óæskileg hegðun sem fellur undir ofangreinda reglugerð verður ekki liðin innan félagsins og að komi slík mál upp verði þau tekin alvarlega og sett í viðeigandi farveg. Þetta á jafnt við um starfsmenn íþróttafélagsins, íþróttaiðkendur og sjálfboðaliða. Hefur félagið fengið til liðs við sig fagaðila til að endurskoða alla ferla og mun einnig óska eftir aðkomu og áliti félagsmanna, foreldra og starfsfólks við þá vinnu. Mikilvægt er að opin umræða sé um einelti, áreitni og afleiðingar þess oger það ósk félagsins að hægt verði að fyrirbyggja slíkt hjá félaginu í framtíðinni. Með endurbótunum er verið að tryggja að komi slík mál upp hjá félaginu sé skýrt í hvaða farveg þau fari og að haldið verði fast um slík mál og þau leidd til lykta. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu Elín Smáradóttir, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Gróttu Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira
Íþróttafélagið Grótta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið biður fyrrum leikmann þess, Þorgeir Bjarka Davíðsson, einlægrar afsökunar. Þorgeir Bjarki er fæddur árið 1996 og hefur verið á mála hjá Fram síðan hann fór frá Gróttu fyrir tveimur árum. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með félaginu í Olís deild karla í veturAfsökunarbeiðni handknattleiksdeildar Gróttu: Íþróttafélagið Grótta hefur lagst í gagngerar endurbætur á eineltisstefnu félagsins og verkferlum þar að lútandi. Veigamikil og þörf vitundarvakning hefur átt sér stað í þjóðfélaginu í ljósi #metoo umræðunnar og telur félagið mikilvægt að fylgja því eftir með endurskoðun á öllum verkferlum. Sú endurskoðun er einnig gerð í ljósi aðstæðna sem upp komu hjá félaginu fyrir nokkrum árum. Um er að ræða aðstæður sem leiddu til þess að leikmaður, Þorgeir Bjarki Davíðsson, sá sér ekki fært að vera áfram hjá félaginu. Harmar félagið að ekki skuli hafa verið nógu vel staðið að hans máli á sínum tíma og biður Þorgeir Bjarka einlæglega afsökunar á því. Leggur félagið ríka áherslu á að komi slík mál upp í framtíðinni verði réttum boðleiðum fylgt. Eru fyrirhugaðar breytingar gerðar í samræmi við reglugerð um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum nr 1009/2015. Grótta vill ítreka að óæskileg hegðun sem fellur undir ofangreinda reglugerð verður ekki liðin innan félagsins og að komi slík mál upp verði þau tekin alvarlega og sett í viðeigandi farveg. Þetta á jafnt við um starfsmenn íþróttafélagsins, íþróttaiðkendur og sjálfboðaliða. Hefur félagið fengið til liðs við sig fagaðila til að endurskoða alla ferla og mun einnig óska eftir aðkomu og áliti félagsmanna, foreldra og starfsfólks við þá vinnu. Mikilvægt er að opin umræða sé um einelti, áreitni og afleiðingar þess oger það ósk félagsins að hægt verði að fyrirbyggja slíkt hjá félaginu í framtíðinni. Með endurbótunum er verið að tryggja að komi slík mál upp hjá félaginu sé skýrt í hvaða farveg þau fari og að haldið verði fast um slík mál og þau leidd til lykta. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu Elín Smáradóttir, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Gróttu
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Sjá meira