Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2018 12:45 Pétur G. Markan, formaður Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stöð 2 Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu. Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu.
Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56