„Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:49 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fundinum í gær. vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á fundi í Hvíta húsinu í gær að ólöglegir innflytjendur í landinu væru sumir hverjir dýr en ekki fólk. Ekki var ljóst á fundinum hvort að forsetinn væri að vísa sérstaklega til meðlima í glæpagenginu MS-13 eða í víðara samhengi til innflytjenda sem hefur verið vísað úr landi. Trump lét ummælin falla á fundi með leiðtogum Kailforníuríkis en til umræðu voru lög í Kaliforníu sem takmarka að miklu leyti öll samskipti á milli svæðislögreglu og landamæravarða ríkisins. Trump hefur stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og vill fá henni hnekkt. Á fundinum sagði Trump að Bandaríkin gætu gert miklu betur í því að halda óæskilegu fólk i frá landinu, þar á meðal meðlimum alþjóðlegra glæpagengja á borð við MS-13. „Það er fólk sem er að koma inn í landið, eða að reyna að komast inn í landið, og við erum að stöðva marga en við erum að senda fólk burt. Þú myndir ekki trúa hversu vont þetta fólk er. Þetta er ekki fólk, þetta eru dýr. [...] Út af veikri löggjöf koma þau inn fljótt, við tökum þau, við sleppum þeim, við tökum þau aftur, við vísum þeim úr landi. Þetta er brjálæði,“ sagði forsetinn á fundinum.Trump hefur áður notað orðið „dýr“ þegar hann er að vísa til meðlima MS-13. Það gerði hann á fundi með lögregluyfirvöldum í Long Island í júlí í fyrra. Að því er fram kemur á vefnum Vox eru Trump og stjórn hans þó ekki að einbeita sér að því að vísa glæpamönnum úr landi. Frá því að Trump tók við völdum í byrjun árs 2017 og þar til árslok 2017 var 45.436 innflytjendum sem ekki voru á sakaskrá vísað úr landi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Trump kastaði „leiðinlegri“ ræðu og röflaði yfir innflytjendum Hringborðsumræða um skatta fór út af sporinu. 5. apríl 2018 23:21