Oddviti meirihlutans í Árborg ekki hræddur við íbúakosningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar. Kosningar 2018 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.
Kosningar 2018 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira