Guðmundur: „Barein spurði hvort ég gæti þjálfað bæði liðin á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2018 16:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira