Kári Árnason kominn heim í Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 17:15 Kári Árnason kemur heim eftir HM. vísir/getty Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira