Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 14:00 Bæði L-listi Samstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“ Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“
Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira