Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 11:57 Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í dag. Vísir/AFP Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna felldi tillögu um sjálfstæða rannsókn á drápum ísraelskra hermanna á tugum Palestínumanna í tengslum við mótmæli vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem í gær. Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu þar sem lýst var reiði og sorg vegna dauða 58 Palestínumanna sem voru skotnir til bana við landamæragirðingu á Gasaströndinni í gær. Í henni var einnig kallað eftir „sjálfstæðri og gegnsærri“ rannsókn á blóðbaðinu og að aðildarríkin virtu ályktun öryggisráðsins um að þau kæmu ekki upp sendiskrifstofum í Jerúsalem sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi komið í veg fyrir að yfirlýsingin væri samþykkt og birt.Standa með sjálfsvarnarrétti Ísraela Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem var afar umdeild og lagðist allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gegn því í desember. Hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess jafnframt að Trump félli frá ákvörðuninni. Trump-stjórnin hótaði ríkjum sem greiddu atkvæði gegn Bandaríkjunum vegna málsins afleiðingum. Talsmaður Hvíta hússins kenndi Hamas-samtökunum um ofbeldið við landamærin í gær. Lýsti hann fullum stuðningi ríkisstjórn Donalds Trump forseta við „rétt Ísraela til að verja sig“. Auk þeirra 58 Palestínumanna sem liggja í valnum eftir mótmælin eru 2.700 særðir að sögn palestínskra yfirvalda. Þau hafa kallað skothríð Ísraelshers „fjöldamorð“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að herinn hafi aðeins brugðist við í sjálfsvörn. Gærdagurinn var sá blóðugasti á Gasaströndinni í fjögur ár eða frá því í fimmtíu daga stríði á milli Ísraels og herskárra Palestínumanna árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33