„Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld.
„Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“
The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018
Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli.
McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA.
Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.