Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2018 21:45 Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. Fyrrverandi alþingismaður kjördæmisins segir umhverfishópa orðna ósvífna í aðgerðum sínum og stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Óvænt fjörutíu prósenta fjölgun íbúa Árneshrepps á Ströndum rétt fyrir kosningar gerist á sama tíma og tekist er á um virkjun Hvalár. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur birt nöfn þessara einstaklinga en hann telur engan vafa leika á að þetta séu skipulagðar aðgerðir virkjunarandstæðinga. „Það er ekki víst að það eigi við um alla þessa einstaklinga, 17 eða 18, en um langflesta, þá er þetta skipulagt, já,“ segir Kristinn. Hann telur ákveðna einstaklinga beita sér öðrum fremur. „Og þar er í fararbroddi fyrrverandi aðstoðarmaður umhverfisráðherra, sem nýlega flutti norður í Árneshrepp til þess að sinna óljósum verkefnum.“ Meirihluti nýskráðra íbúa Árneshrepps segist eiga heima á eyðibýlunum Dröngum og Seljanesi.Grafík/Guðmundur Björnsson.Athygli vekur að stór hluti nýju íbúanna hefur skráð sig til heimilis á tveimur eyðibýlum, Dröngum, sem aldrei hafa komist í vegasamband, og Seljanesi, en þangað liggur jeppaslóði. Þá hafa fjórir skráð sig til heimilis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði einn eigenda Dranga að hann þekkti ekkert af þessu nýja fólki á jörðinni og lögheimilisflutningarnir væru í óþökk landeigenda. Meðal nýskráðra íbúa á Dröngum er talsmaður Saving Iceland, Snorri Páll Jónsson, en samtökin vöktu fyrst athygli í kringum mótmæli við Kárahnjúkavirkjun og síðar við álfyrirtæki og Hellisheiðarvirkjun. Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland í Straumsvík.Mynd/Stöð 2.Kristinn telur tilgang lögheimilisflutninganna að kollvarpa lýðræðislegri niðurstöðu sveitarstjórnar. „Ég held að stjórnvöld eigi að bregðast hart við. Því að það er alveg ljóst að hagsmunahópar í seinni tíð, sem margir beita sér í málefnum á umhverfissviði, þeir eru farnir að ganga mjög langt. Það þekkjum við til dæmis varðandi Teigsskóg og núna síðast varðandi laxeldi í Djúpinu. Og allir þessir hópar eiga það sammerkt að þeir eru orðnir mjög ósvífnir í aðgerðum sínum til að ná sínu fram. Jafnvel þótt þeir hafi álit heimamanna á móti sér,“ segir Kristinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12