Kyrrsettur við Skógafoss með 41 farþega án rekstrarleyfis til aksturs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 17:17 Lögreglan kyrrsetti hópfreðabíl við Skógafoss án réttinda. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Eyþór Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur. Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í liðinni viku en helstu verkefni tengdust akstri ökumanna. Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í umdæminu. Tveir þeirra voru við akstur á Selfossi, annar þeirra er jafnframt grunaður um að hafa jafnframt verið undir áhrifum fíkniefna og svarað jákvætt við prófun á kókaíni samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þriðji aðilinn var stöðvaður af lögreglu á Þjórsárdalsvegi með því að lögreglubifreið var ekið á bifreið hans, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hópferðabifreið fyrir 41 farþega var kyrrsett við Skógarfoss miðvikudaginn 9. maí þegar í ljós kom að viðkomandi hafði ekki rekstrarleyfi til aksturs. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Selfossi sama dag vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann framvísaði 11 neysluskömmtum af efninu og sagði það til eigin nota. Fór frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 24 ökumenn voru svo kærðir fyrir að aka of hratt. Einn þeirra reyndist réttindalaus eftir að hafa verið sviptur ökurétti við afgreiðslu annars umferðarlagabrots. Sá var að aka um þjóðveg 1 við Steina undir Eyjafjöllum á 101 km/klst hraða þar sem leyfður hraði er 70 km/klst. 11 þessara ökumanna voru á 120 km/klst hraða eða meira og sá sem hraðast ók var mældur á 145 km/klst hraða. Lögreglumenn höfðu i gær afskipti af flutningi gröfu á kerru aftan í jeppa en kerra sú ásamt gröfunni vigtaði 520 kílóum meira en það sem bifreiðin mátti draga. Þá var grafan einnig óbundin á vagninn. Viðkomandi var bönnuð frekari för þar til komið væri með ökutæki sem mætti draga þessa þyngd. Skráningarnúmer voru tekin af sex bifreiðum sem reyndust ótryggðar í umferðinni. Sekt við akstri ótryggðar ökutækja í umferðinni er nú 50 þúsund krónur.
Lögreglumál Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent