Hún var þá að berjast við heimsmeistarann Amöndu Nunes í Rio de Janieiro og átti verulega undir högg að sækja.
Eftir fjórðu lotuna sagði Pennington að hún væri hætt. Hún væri búin að fá nóg. Hún var þá nefbrotinn og öll bólgin í andlitinu enda var Nunes með mikla yfirburði í bardaganum.
"I'm done!"
Corner: "No, no, no, no."
Raquel Pennington is finished in the fifth round just moments after telling her corner "I'm done" #UFC224pic.twitter.com/wU52xiCaLE
— #UFCChile: Maia vs. Usman on BT Sport (@btsportufc) May 13, 2018
„Þetta er sorglegt því það er hægt að komast hjá svona. Hún þurfti að fara á spítalann og er mögulega illa meidd. Það er sorglegt að sjá svona. Þjálfarinn átti auðvitað að hlusta á hana og stoppa bardagann,“ sagði Nunes eftir bardagann.