Núll stig Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun