Náist ekki samningar um fjármögnunina segir forsetinn að þingmenn gætu þurft að vera í Washington þegar þeir ættu annars að vera í fríi.
Trump sagði þetta í tísti sem hann birti fyrr í dag en þar sagðist hann einnig að á þessu fjárlagafrumvapi ætti að vera fjárveiting í að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Forsetinn hótaði því í síðasta mánuði að stöðva alríkisstjórnina ef að þingið veitti ekki fé í byggingu múrsins.
Hann kvartaði einnig yfir því í dag að bandaríska þingið hefði ekki staðfest hundruð útnefninga hans í embætti í hans stjórn. Hann sakaði Demókrata um að tefja málið málið.
The Senate should get funding done before the August break, or NOT GO HOME. Wall and Border Security should be included. Also waiting for approval of almost 300 nominations, worst in history. Democrats are doing everything possible to obstruct, all they know how to do. STAY!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2018