Finnur Amanda Nunes gamla formið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2018 13:45 Amanda 'The Lioness' Nunes með ljónahúfu í vigtuninni í gær. UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Raquel Pennington. Eftir frábært ár 2016 þar sem Amanda Nunes rotaði Rondu Rousey á aðeins 48 sekúndum var 2017 talsvert verra fyrir bantamvigtarmeistara kvenna. Nunes átti að vera í aðalbardaga kvöldsins á UFC 213 í fyrrasumar en sama dag og bardaginn átti að fara fram dró Nunes sig úr bardaganum vegna veikinda. Dana White, forseti UFC, taldi veikindin ekki vera meiriháttar og gagnrýndi meistarann opinberlega sem þótti nokkuð umdeilt. Nokkrum mánuðum síðar snéri hún aftur í búrið og var frammistaðan þar ekki eins og búast mátti við. Nunes fór fimm lotur gegn Valentinu Shevchenko þar sem báðar sóttu lítið í taktískum bardaga. Bardaginn þótti ekki skemmtilegur og var Nunes ólík sjálfri sér. Nunes hefur verið þekkt fyrir að koma afar árásargjörn til leiks og sækja strax frá fyrstu sekúndu líkt og hún gerði gegn Rondu Rousey. Eftir sinn síðasta bardaga er spurning hvernig hún kemur nú til leiks. Raquel Pennington er næsti áskorandi Nunes og telja veðbankar að það sé afar ólíklegt að hún vinni í kvöld. Penningotn er þó afar hörð af sér og er kannski líklegri áskorandi en veðbankar telja. Ef Nunes kemur inn með hvelli þarf Pennington að lifa af erfiða byrjun en ef það tekst snarhækka möguleikar hennar á sigri í kvöld. Nunes hefur átt það til að þreytast snögglega þegar hún kemur inn með þessum krafti en nær ekki að klára bardagann. Ef Pennington nær að þrauka og svo þreyta Nunes gæti hún átt fína möguleika. UFC 224 verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira