Eins og alþjóð veit verður ekkert af því að Gunnar Nelson berjist í Liverpool í lok mánaðarins vegna hnémeiðsla.
„Þetta er bara eins að vera í ástarsorg. Eins og manni hafi verið sagt upp. Það var þungt yfir öllu hjá manni og þetta er bara ömurlegt,“ segir Pétur Marinó Jónsson en meðreiðarsveinn hans í þættinum Guttormur Árni Ársælsson var ekki síður svekktur.
Þeir félagar spá í framtíð Gunnars í þættinum og finnst ólíklegt að hann komi til baka fyrr en í október í fyrsta lagi. Sjón er sögu ríkari.
Í lok þáttar er að sjálfsögðu boðið upp á uppgjafartak dagsins en það er af dýrari gerðinni að þessu sinni.