Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 09:15 Trump og gíslarnir þrír. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira