Mikilvægustu tækifæri Hörpu Gunnar Guðjónsson skrifar 10. maí 2018 10:30 Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar