Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. maí 2018 23:01 Sanna Magdalena Mörtudóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki ætla að að taka þátt í fyrirhuguðum viðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður átt sér stað um samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks að tillögu oddvita Vinstri grænna. Hann hafnar því að fótur sé fyrir því. Í yfirlýsingu sem Sanna og Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi sósíalista, sendu frá sér í kvöld segjast þau hafa ákveðið að taka ekki þátt í fyrirhuguðum viðræðum. Vísa þau til þess að einn borgarfulltrúi í meirihlutasamstarfi við aðra flokka gæti litlu áorkað. „Einn borgarfulltrúi getur ekki breytt kerfinu innan frá, allra síst ef hans fyrsta verk verður að ganga inn í svo til óbreyttan meirihluta um stefnu sem sósíalistar gagnrýndu harðlega í kosningabaráttunni,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Í viðtali við Vísi í kvöld staðfesti Sanna að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli flokkanna í dag. Hún vildi hins vegar ekki segja hvaða flokkar það hefðu verið að öðru leyti en það væru þeir sem stæðu sósíalistum næst í stefnu.Líf segir ekkert að frétta af viðræðum Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundi sósíalista í Borgartúni í kvöld að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafi viljað samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks, það er Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Slíkur meirihluti hefði fjórtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Líf hafnar því hins vegar algerlega í samtali við Vísi og segir það ekki eiga við nein rök að styðjast. „Það er ekkert til í þessu,“ segir hún. Ekkert sé að frétta af meirihlutaviðræðum. Líf skrifaði þó Facebook-færslu eftir að blaðamaður Vísis ræddi við hana og yfirlýsing sósíalista var komin fram þar sem hún sagðist hafa hitt Sönnu í dag. Þar hafi hún kannað áhugann á mögulegu samstarfi. Lýsir Líf vonbrigðum með að sósíalistar hafi ákveðið að hafna því að koma að stjórnun borgarinnar með beinum hætti án þess að láta reyna á hverju þeir gætu náð fram með viðræðum. „Ég vildi hafa Sönnu með í meirihlutasamstarfi því það er mikill samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista. Það hefði verið hægt að vinna vel að sameiginlegum markmiðum okkar í þágu almennings eins og að jafna kjör barna og jaðarsettra hópa í Reykjavík. Vinstri röddin þarf að vera sterk í borgarstjórn og þarna hefði verið langþráð tækifæri til að gera hana enn sterkari með þátttöku Sósíalistanna,“ skrifaði Líf í Facebook-færslu sinni. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir ekkert hafa dregið til tíðinda í dag en óformlegar þreifingar hafi haldið áfram.Hverfa ekki inn í bakherbergi ráðhússins Í yfirlýsingu Sósíalistaflokksins lýsa oddvitar hans því hvernig þeir vilja heldur byggja upp flokkinn en taka þátt í stjórn borgarinnar. „En einn borgarfulltrúi getur tekið virkan þátt með félögum sínum í að byggja upp samstöðu meðal láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalausra hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn. Þannig borgarfulltrúar viljum við vera og þannig borgarfulltrúa eru félagar okkar í Sósíalistaflokknum að kalla eftir; borgarfulltrúa sem hverfur ekki strax eftir kosningar inn í bakherbergi Ráðhússins heldur starfar áfram að uppbyggingu þeirrar hreyfingar sem sendi okkur inn í borgarstjórn. Það er okkar markmið að þjóna þessari vaxandi hreyfingu næstu árin og byggja upp með henni öfluga og róttæka hagsmunabaráttu hinna kúguðu og valdalausu. Það er aðeins með samstöðu og styrk fjöldans sem við getum breytt samfélaginu. Ekkert mun ávinnast í samningaviðræðum eins borgarfulltrúa við ríkjandi öfl,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin var uppfærð eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG, birti Facebook-færslu um samskipti sín við borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins í kvöld.Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands var í hliðarherbergi með útsýni yfir sundin blá og talaði í síma á meðan aðrir fundarmenn röbbuðu saman að loknum fundi.Vísir/ÞG Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist ekki ætla að að taka þátt í fyrirhuguðum viðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður átt sér stað um samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks að tillögu oddvita Vinstri grænna. Hann hafnar því að fótur sé fyrir því. Í yfirlýsingu sem Sanna og Daníel Örn Arnarson, varaborgarfulltrúi sósíalista, sendu frá sér í kvöld segjast þau hafa ákveðið að taka ekki þátt í fyrirhuguðum viðræðum. Vísa þau til þess að einn borgarfulltrúi í meirihlutasamstarfi við aðra flokka gæti litlu áorkað. „Einn borgarfulltrúi getur ekki breytt kerfinu innan frá, allra síst ef hans fyrsta verk verður að ganga inn í svo til óbreyttan meirihluta um stefnu sem sósíalistar gagnrýndu harðlega í kosningabaráttunni,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Í viðtali við Vísi í kvöld staðfesti Sanna að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað á milli flokkanna í dag. Hún vildi hins vegar ekki segja hvaða flokkar það hefðu verið að öðru leyti en það væru þeir sem stæðu sósíalistum næst í stefnu.Líf segir ekkert að frétta af viðræðum Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundi sósíalista í Borgartúni í kvöld að Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, hafi viljað samstarf allra flokka utan Sjálfstæðis- og Miðflokks, það er Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Slíkur meirihluti hefði fjórtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Líf hafnar því hins vegar algerlega í samtali við Vísi og segir það ekki eiga við nein rök að styðjast. „Það er ekkert til í þessu,“ segir hún. Ekkert sé að frétta af meirihlutaviðræðum. Líf skrifaði þó Facebook-færslu eftir að blaðamaður Vísis ræddi við hana og yfirlýsing sósíalista var komin fram þar sem hún sagðist hafa hitt Sönnu í dag. Þar hafi hún kannað áhugann á mögulegu samstarfi. Lýsir Líf vonbrigðum með að sósíalistar hafi ákveðið að hafna því að koma að stjórnun borgarinnar með beinum hætti án þess að láta reyna á hverju þeir gætu náð fram með viðræðum. „Ég vildi hafa Sönnu með í meirihlutasamstarfi því það er mikill samhljómur með stefnu Vinstri grænna og Sósíalista. Það hefði verið hægt að vinna vel að sameiginlegum markmiðum okkar í þágu almennings eins og að jafna kjör barna og jaðarsettra hópa í Reykjavík. Vinstri röddin þarf að vera sterk í borgarstjórn og þarna hefði verið langþráð tækifæri til að gera hana enn sterkari með þátttöku Sósíalistanna,“ skrifaði Líf í Facebook-færslu sinni. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir ekkert hafa dregið til tíðinda í dag en óformlegar þreifingar hafi haldið áfram.Hverfa ekki inn í bakherbergi ráðhússins Í yfirlýsingu Sósíalistaflokksins lýsa oddvitar hans því hvernig þeir vilja heldur byggja upp flokkinn en taka þátt í stjórn borgarinnar. „En einn borgarfulltrúi getur tekið virkan þátt með félögum sínum í að byggja upp samstöðu meðal láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalausra hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn. Þannig borgarfulltrúar viljum við vera og þannig borgarfulltrúa eru félagar okkar í Sósíalistaflokknum að kalla eftir; borgarfulltrúa sem hverfur ekki strax eftir kosningar inn í bakherbergi Ráðhússins heldur starfar áfram að uppbyggingu þeirrar hreyfingar sem sendi okkur inn í borgarstjórn. Það er okkar markmið að þjóna þessari vaxandi hreyfingu næstu árin og byggja upp með henni öfluga og róttæka hagsmunabaráttu hinna kúguðu og valdalausu. Það er aðeins með samstöðu og styrk fjöldans sem við getum breytt samfélaginu. Ekkert mun ávinnast í samningaviðræðum eins borgarfulltrúa við ríkjandi öfl,“ segir í yfirlýsingunni.Fréttin var uppfærð eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG, birti Facebook-færslu um samskipti sín við borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins í kvöld.Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands var í hliðarherbergi með útsýni yfir sundin blá og talaði í síma á meðan aðrir fundarmenn röbbuðu saman að loknum fundi.Vísir/ÞG
Kosningar 2018 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent