Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 21:10 Arkady Babchenko. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06
Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29
Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00