Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 21:10 Arkady Babchenko. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06
Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29
Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00