ÍSEY skyr frá MS í útrás til Japans Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 13:29 Undirritun samnings. Frá vinstri Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Ari Edwald, forstjóri MS, Kouji Fushimi, forstjóri Nippon Luna, Kanji Bando, aðstoðarforstjóri Nippon Ham MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira