Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 20:30 Frá Siglufirði. Bærinn er hluti Fjallabyggðar ásamt Ólafsfirði. Vísir/Gísli Berg. Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. Þannig virðist ljóst að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram á Akranesi og Gunnar I. Birgisson áfram í Fjallabyggð. Fjallað var stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Í Reykjanesbæ eru hafnar viðræður Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar og komu fulltrúar flokkanna saman nú síðdegis til fyrsta fundar, að sögn Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingarinnar. Í Hafnarfirði segir oddviti sjálfstæðismanna, Rósa Guðbjartsdóttir, að þeir stefni að því að ræða við fulltrúa allra flokka í dag og á morgun og býst Rósa við að framhaldið skýrist síðdegis á morgun. Á Akranesi hittust fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks nú síðdegis, samkvæmt heimildum fréttastofu, og búist við að þeir hefji formlegar meirihlutaviðræður. Þar lýstu allir flokkar því yfir fyrir kosningar að þeir vildu hafa Sævar Frey Þráinsson áfram sem bæjarstjóra. Á Ísafirði er Framsóknarflokkur í lykilstöðu eftir að meirihluti Í-listans féll. Oddviti framsóknarmanna, Marzellíus Sveinbjörnsson, segir þá núna liggja undir feldi eftir að hafa þreifað á bæði Í-lista og D-lista og þeir muni ákveða í kvöld eða morgun um framhaldið. Í Fjallabyggð eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar nánast búnir að mynda nýjan meirihluta, að sögn Helgu Helgadóttur, oddvita sjálfstæðismanna. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar I. Birgisson verði endurráðinn bæjarstjóri. Á Akureyri héldu Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin meirihluta sínum og hafa flokkarnir þrír þegar hafið viðræður um að halda samstarfinu áfram. Á Húsavík ætla fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að hittast í kvöld um meirihlutamyndun í Norðurþingi, að sögn Óla Halldórssonar, oddvita Vinstri grænna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjallabyggð Tengdar fréttir Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans. 28. maí 2018 20:00