Tryggva líkt við OKC-stjörnu í ítarlegri umfjöllun fyrir nýliðavalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 11:30 Tryggvi Snær Hlinason er enn gjaldgengur í nýliðaval NBA-deildarinnar. Vísir Nýliðavalið fyrir NBA-deildina 2018 fer fram eftir tæpan mánuð og er Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji Íslands, enn í boði en hann ákvað að gefa kost á sér í nýliðavalið í apríl. Óvíst er hvort að hann taki skrefið og verði til taks þegar að sjálft valið fer fram 21. júní en hann viðurkenndi þegar að hann tók ákvörðunina að hann væri aðeins að kanna áhuga liða í NBA-deildinni á sér. „Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði Tryggvi við mbl.is. Bárðdælingurinn er enn gjaldgengur og hefur verið sagður einn af áhugaverðustu leikmönnunum í nýliðavalinu enda ekki á hverjum degi sem bóndasonur frá Íslandi sem byrjaði að æfa körfubolta fyrir fimm árum er gjaldgengur í nýliðavalinu. Körfuboltasíðan SirCharlesincharge fjallar ítarlega um nýliðavalið og þar er farið vel yfir Tryggvi Snæ í langri grein þar sem hann er kynntur til leiks og farið yfir styrkleika hans og veikleika. Stóra spurningin er hvort hann sé áhættunnar virði. „Hann er 216 sentimetrar og mikill skrokkur en er þess virði að eyða valrétt í hann?“ er spurt í byrjun greinarinnar áður en farið er yfir það sem hann gerði á EM U20, EM 2017 í Finnlandi og með félagsliði sínu Valencia á Spáni.Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia.vísir/getty 75. af 100 Tryggvi hefur ekki fengið mikið að spila með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni en þeim mun meira með varlaliðinu í fjórðu deildinni þar sem að hann er með flotta tölfræði í töluvert slakari deild. Það sem mönnum finnst samt merkilegt er hversu öflugur þessi óreyndi leikmaður er á lokamínútum leikja sem skipta máli. Sagt er í umfjölluninni að hann væri líklega kominn lengra ef hann hefði fengið meira að spila. ESPN er með hann í 75. sæti yfir 100 bestu leikmennina í nýliðavalinu þetta árið. Þrjátíu lið eru í NBA-deildinni og aðeins tvær umferðir eru í nýliðavalinu þannig ekki nema 60 leikmenn komast inn í gegnum það á hverju ári. Tryggvi væri því að taka töluverða áhættu með því að gefa kost á sér núna miðað við stöðuna á ESPN-listanum en leikmaður getur aðeins einu sinni á ferlinum gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá má aðeins einu sinni gefa kost á sér en hætta við. Íslenski miðherjinn er reynslulítill en NBA-lið hafa samt áhuga. Minnt er á að fyrir 20 árum síðan tók Dallas Mavericks séns á klunnalegum risa frá Þýskalandi. Sá heitir Dirk Nowitzki en sá þýski er á leiðinni í frægðarhöllina þegar að ferlinum lýkur.Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.vísir/gettyLíkur Steven Adams Mjög öflugir leikmenn á borð við Serge Ibaka, Luis Scola og Tiagi Splitter voru allir valdir í nýliðavalinu með það í huga að þeir myndu vera áfram í Evrópu að safna í reynslubankann áður en að þeir myndu mæta í NBA-deildina. Allir hafa staðið sig vel eftir að þeir mættu í bestu deild heims. Styrkleikar Tryggva eru sagðir stærðin og lengdin. Hann er frábær að verja skot og að breyta skotvali mótherjanna en Tryggvi er enn að læra að nýta líkamann til að taka meira pláss á vellinum. Þá er hann sagður öflugur að klára í kringum körfuna. Í umfjöllun um veikleika Tryggva er sagt að hann sé ekki enn þá kominn með alvöru hreyfingu til að koma sér auðveldlega að körfunni og hann þurfi að vera ákveðnari að ná í boltann þegar að varnarmaður er í bakinu á honum. Í heildina þarf Tryggvi bara að spila meira í bestu deildum Evrópu. Niðurstaðan er að lið sem myndi velja Tryggva núna væri að taka ákveðna áhættu og að hann myndi ekki skila miklu í NBA-deiildinni á næstu árum. Það lið sem myndi velja Tryggva í næsta mánuði þyrfti að sýna þolinmæði en hann getur svo sannarlega orðið öflugur NBA-leikmaður. Að lokum er Tryggva líkt við Nýsjálendinginn Steven Adams, leikmann Oklahoma City Thunder. „Adams blómstraði einnig seint og er leikmaður sem nýtur sín mun betur í vörn en er orðinn betri sóknarmaður. Eins og Adams þarf Tryggvi að bæta þann þátt í leik sínum,“ segir um Tryggva Snæ Hlinason. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Nýliðavalið fyrir NBA-deildina 2018 fer fram eftir tæpan mánuð og er Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji Íslands, enn í boði en hann ákvað að gefa kost á sér í nýliðavalið í apríl. Óvíst er hvort að hann taki skrefið og verði til taks þegar að sjálft valið fer fram 21. júní en hann viðurkenndi þegar að hann tók ákvörðunina að hann væri aðeins að kanna áhuga liða í NBA-deildinni á sér. „Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði Tryggvi við mbl.is. Bárðdælingurinn er enn gjaldgengur og hefur verið sagður einn af áhugaverðustu leikmönnunum í nýliðavalinu enda ekki á hverjum degi sem bóndasonur frá Íslandi sem byrjaði að æfa körfubolta fyrir fimm árum er gjaldgengur í nýliðavalinu. Körfuboltasíðan SirCharlesincharge fjallar ítarlega um nýliðavalið og þar er farið vel yfir Tryggvi Snæ í langri grein þar sem hann er kynntur til leiks og farið yfir styrkleika hans og veikleika. Stóra spurningin er hvort hann sé áhættunnar virði. „Hann er 216 sentimetrar og mikill skrokkur en er þess virði að eyða valrétt í hann?“ er spurt í byrjun greinarinnar áður en farið er yfir það sem hann gerði á EM U20, EM 2017 í Finnlandi og með félagsliði sínu Valencia á Spáni.Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia.vísir/getty 75. af 100 Tryggvi hefur ekki fengið mikið að spila með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni en þeim mun meira með varlaliðinu í fjórðu deildinni þar sem að hann er með flotta tölfræði í töluvert slakari deild. Það sem mönnum finnst samt merkilegt er hversu öflugur þessi óreyndi leikmaður er á lokamínútum leikja sem skipta máli. Sagt er í umfjölluninni að hann væri líklega kominn lengra ef hann hefði fengið meira að spila. ESPN er með hann í 75. sæti yfir 100 bestu leikmennina í nýliðavalinu þetta árið. Þrjátíu lið eru í NBA-deildinni og aðeins tvær umferðir eru í nýliðavalinu þannig ekki nema 60 leikmenn komast inn í gegnum það á hverju ári. Tryggvi væri því að taka töluverða áhættu með því að gefa kost á sér núna miðað við stöðuna á ESPN-listanum en leikmaður getur aðeins einu sinni á ferlinum gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá má aðeins einu sinni gefa kost á sér en hætta við. Íslenski miðherjinn er reynslulítill en NBA-lið hafa samt áhuga. Minnt er á að fyrir 20 árum síðan tók Dallas Mavericks séns á klunnalegum risa frá Þýskalandi. Sá heitir Dirk Nowitzki en sá þýski er á leiðinni í frægðarhöllina þegar að ferlinum lýkur.Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.vísir/gettyLíkur Steven Adams Mjög öflugir leikmenn á borð við Serge Ibaka, Luis Scola og Tiagi Splitter voru allir valdir í nýliðavalinu með það í huga að þeir myndu vera áfram í Evrópu að safna í reynslubankann áður en að þeir myndu mæta í NBA-deildina. Allir hafa staðið sig vel eftir að þeir mættu í bestu deild heims. Styrkleikar Tryggva eru sagðir stærðin og lengdin. Hann er frábær að verja skot og að breyta skotvali mótherjanna en Tryggvi er enn að læra að nýta líkamann til að taka meira pláss á vellinum. Þá er hann sagður öflugur að klára í kringum körfuna. Í umfjöllun um veikleika Tryggva er sagt að hann sé ekki enn þá kominn með alvöru hreyfingu til að koma sér auðveldlega að körfunni og hann þurfi að vera ákveðnari að ná í boltann þegar að varnarmaður er í bakinu á honum. Í heildina þarf Tryggvi bara að spila meira í bestu deildum Evrópu. Niðurstaðan er að lið sem myndi velja Tryggva núna væri að taka ákveðna áhættu og að hann myndi ekki skila miklu í NBA-deiildinni á næstu árum. Það lið sem myndi velja Tryggva í næsta mánuði þyrfti að sýna þolinmæði en hann getur svo sannarlega orðið öflugur NBA-leikmaður. Að lokum er Tryggva líkt við Nýsjálendinginn Steven Adams, leikmann Oklahoma City Thunder. „Adams blómstraði einnig seint og er leikmaður sem nýtur sín mun betur í vörn en er orðinn betri sóknarmaður. Eins og Adams þarf Tryggvi að bæta þann þátt í leik sínum,“ segir um Tryggva Snæ Hlinason.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira