Svekktur að vera ekki í landsliðinu: „Þetta er undir einum manni komið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 10:30 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017. vísir/getty Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00