Mæðginamynd Ivönku sögð taktlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2018 07:16 Ivanka Trump er dóttir Bandaríkjaforseta og sérlegur ráðgjafi hans. Vísir/Getty Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11