„Við getum ekki svikið kjósendur“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 20:51 Frá Ísafirði. vísir/einar Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08