Tíndu flöskur og söfnuðu klinki til að eiga fyrir mat Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. maí 2018 20:30 Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær. Kosningar 2018 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Yngsti borgarfulltrúi í Reykjavík frá upphafi þekkir fátækt á Íslandi af eigin raun og vill breyta kerfinu. Hún er nýútskrifaður mannfræðingur og missir íbúðina sína um mánaðamótin, en hefur tryggt sér sæti í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, er nýorðin 26 ára gömul en með því að ná kjöri í borgarstjórn sló hún 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar sem var nokkrum mánuðum eldri þegar hann tók sæti í borgarstjórn. Sanna ólst upp hjá einstæðri móður sinni við mikla fátækt, að mestu hér á Íslandi en í nokkur ár bjuggu þær í London. Það að fá sér kaffibolla á kaffihúsi er því munaður sem hún hefur í gegnum tíðina ekki getað leyft sér en tekjur móður hennar dugðu oft skammt. „Við fórum í Mæðrastyrksnefnd eða vorum að hjóla með flöskur í nístingskulda út í endurvinnslu og þá fengum við 7 krónur fyrir eina flösku. Og svo vorum við að leita að klinki,” segir Sanna. Stundum áttu mæðgurnar ekki einu sinni fyrir mat að sögn Sönnu. „Einu sinni var ástandið svo slæmt að við áttum bara einhverjar 29 krónur og löbbuðum út í búð og vorum ekki búnar að borða almennilega í langan tíma og sjáum að það eina sem við höfum efni á er rúlla af Polo-myntum sem við skiptum á milli okkar.” Hefur mætt fordómum Hún segir engan eiga að þurfa að búa við slíkan veruleika og því vilji hún breyta kerfinu með róttækum aðgerðum. Sanna er nýútskrifuð úr mannfræði en meistararitgerðin hennar fjallaði um fólk af blönduðum uppruna „Móðir mín er íslensk en pabbi minn er frá Tansaníu í Afríku og ég hef aldrei komið þangað eða neitt svoleiðis, en fólk er rosalega oft að spyrja „where are you from?” og sumir ókunnugir sem að trúa því ekki að ég sé Íslendingur og hrósa manni jafnvel fyrir góða íslensku,” útskýrir Sanna sem á ekki í neinu sambandi við föður sinn. „Verst er kannski þegar fólk er að toga í hárið manns, bara ókunnugt fólk og er bara „vá mig langar að koma við þetta hár,” bætir hún við. Hún segir að á Íslandi hafi fólk af erlendum og blönduðum uppruna almennt ekki hafa verið nægilega sýnilegt í samfélaginu en vonast hún til að seta hennar í borgarstjórn geti haft áhrif til hins betra hvað það varðar. Sanna býr á stúdentagörðum en um mánaðamótin þarf hún að skila íbúðinni og er með miklar námslánaskuldir á bakinu. Nú virðast þó bjartari tímar framundan. „Ég er greinilega bara komin með nýja vinnu,” segir Sanna og hlær.
Kosningar 2018 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira