Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:51 Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03