Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:36 Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er sannarlega búin að finna sína fjöl. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín á fjölmiðlum en hún er ofboðslega ánægð að vera komin á fullt í stjórnmálin og ætlar að láta gott af sér leiða og láta til sín taka fyrir hönd Akureyrar. „Mér finnst þetta æðislegt,“ mér finnst ég hafa lifnað við aftur. Það er erfitt að reka sjónvarpsstöð á Akureyri, svona fjárhagslega, en ég er svo mikil hugsjónakona fyrir jafnrétti og jöfnuði og þarna upplifi ég að ég fái að einbeita mér þar sem styrkleikinn liggur, án þess endilega að þurfa að selja auglýsingar,“ segir Hilda Jana og skellir upp úr. Samfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan. Hún hlaut 16,8% atkvæða og tryggði tvö sæti í bæjarstjórn. Hilda Jana og Dagbjört Elín Pálsdóttir eru fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf árin 2014-2018 og sá meirihluti heldur. Hilda Jana segir samstarfið hafa gengið vel og framundan ætli þessi sami meirihluti að ræða saman um áframhaldandi meirihlutasamstarf. „Mér finnst það eðlilegt í ljósi niðurstöðu kosningarinnar. Hún sýnir að hann [meirihlutinn] hafi staðið sig ágætlega og hafi umboð til þess að halda áfram. Okkur finnst það allavega gefa augaleið að það sé vænlegur kostur,“ segir Hilda Jana. Að sögn Hildu Jönu hefur samstarfið gengið vel og að flokkar meirihlutans hafi lagt ríka áherslu á að vinna vel með minnihlutanum. Hún telur að það sé meginástæðan fyrir því að kosningabaráttan fyrir norðan hafi ekki verið hatrömm. Aukin krafa um íbúalýðræði og íbúasamráð hafi átt sinn þátt í því að efla samstarf allra flokka innan bæjarstjórnarinnar. „Þetta snýst ekki um að vera alltaf sammála heldur snýst þetta um að sýna virðingu, tala sig saman niður á niðurstöðu og taka tillit til hópa sem hafa aðrar skoðanir á sama tíma og þú selur ekki þína hugsjón,“ segir Hilda Jana sem hefur mun meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðanna heldur innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana segist vera full tilhlökkunar að hefja störf í bæjarstjórn Akureyrar.vísir/Pjetur Sigurðsson„Flokkarnir þyrftu að vera enn öflugri í landsmálunum að tala fyrir hönd svæðisins, það er kannski hin sanna barátta,“ segir Hilda. „Það er mín upplifun að það sé ákveðin gjá á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar. Ég lít á þetta sem jafnréttismál,“ segir Jana sem segir landsbyggðirnar aðeins vilja sæti við borðið og fá sanngjarna meðferð. Hún segir að bæjarstjórnin þyrfti að taka höndum saman og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar. „Við erum að sjá stærri borgarstjórn þar sem allir eru á fullu kaupi við að sinna hagsmunum Reykjavíkur, augljóslega, það er þeirra hlutverk. Síðan erum við með þingheim þar við hliðina á þar sem margir þurfa að vera í Reykjavík til að tilheyra.“ Bæjarfulltrúar hjá sveitarstjórnum utan höfuðborgarsvæðisins séu sjaldnast í fullu starfi og þurfi jafnvel að sinna fleiri störfum meðfram sveitarstjórnum. „Bæði sér maður fólk of oft brenna út í starfi, hætta og koma ekki aftur inn á næsta kjörtímabili og síðan það að hafa ekki fókus í annað en að reka bæjarfélagið. Það vantar innleggið í stóra samhenginu; að geta átt í samtali við ríkisvaldið, ráðuneytin, Samtök atvinnulífsins og svo framvegis. Þess vegna held ég að rödd landsbyggðanna skorti í almennri umræðu um Ísland.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03