Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 13:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kemur ný inn í borgarstjórn en Viðreisn náði tvemiur fulltrúum inn í fyrstu tilraun. Vísir/Vilhelm Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15