Það var glatt á hjalla hjá Sjálfstæðismönnum allt frá fyrstu tölum, en flokkurinn fékk tæplega 31% atkvæða og átta kjörna fulltrúa undir forystu oddvitans Eyþórs Arnalds og Hildar Björnsdóttur, sem skipaði annað sæti.
„Við höfum fundið mikinn meðbyr síðustu vikur og erum þakklát að fá þessa niðurstöðu,“ sagði Hildur þegar fyrstu tölur lágu fyrir.

„Við skulum vera upplitsdjörf og bjartsýn, sjá hvað nóttin ber í skauti sér og takast svo á við stöðuna eins og hún verður þá,“ sagði Dagur.
Nóttin bar þó fyrst og fremst vonbrigði í skauti sér, enda tapaði flokkurinn talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Viðreisn, sem bauð fram í borginni í fyrsta sinn, náði aftur á móti inn tveimur mönnum með ríflega átta prósent greiddra atkvæða. Segja má að flokkurinn sé í oddastöðu í myndun meirihluta, en annar maður á lista vildi þó ekki gefa upp hvert flokkurinn hallaðist á kosningavökunni í nótt.

Píratar bættu við sig örlitlu fylgi frá síðustu kosningum og náðu inn tveimur fulltrúum. Fjórir flokkar náðu inn einum manni hver, en stærstur þeirra var hinn nýlega stofnaði Sósíalistaflokkur Íslands.
„Ég vil bara þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir stuðninginn og baráttuna. Þetta er það sem við getum gert þegar við stöndum saman og rísum upp gegn óréttlætinu,“ sagði oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir þegar hún ávarpaði salinn á kosningavöku flokksins.
Miðflokkurinn var þriðja nýja framboðið sem náði inn fulltrúa með 6,1% atkvæða undir forystu Vigdísar Hauksdóttur.

Sú spá rættist ekki, en Vigdís komst inn ein fulltrúa flokksins. Staða Vinstri grænna sveiflaðist nokkuð í nótt, en eftir fyrstu tölur mældist flokkurinn með tvo fulltrúa inni.

Það voru þó engar gleðifréttir sem biðu í lok nætur, en Elín Oddný sem skipaði annað sæti listans endaði úti.
Niðurstaðan nokkuð fylgistap flokksins frá síðustu kosningum.
Síðastur til að ná inn manni var svo Flokkur fólksins, með 4,3 prósent greiddra atkvæða og einn fulltrúa – en aðrir sátu eftir úti í kuldanum.