Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 02:17 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent