„Hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 00:47 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm „Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
„Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45