Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2018 17:07 Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag. Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag. Verðið stendur til boða til 4. júní. Þá kostar lítill kassi af Corona Extra bjór, tólf 330 mL flöskur, 1373 krónur. Með virðisauka kosta kassarnir 2401 krónu og 1524 krónur. Kaupandi bjórs hjá Costco í gær lét Vísi vita af afslættinum sem í boði væri hjá Costco. Aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta keypt áfengi hjá bandaríska smásölurisanum í Kauptúni. Honum kom á óvart að áfengið var á afslætti en hann hafði ekki upplifað það áður hér á landi. Corona bjórinn rennur út í júní. Bjór að renna út Eins og sjá má á myndunum er afslátturinn töluverður. Í prósentum er afslátturinn af Bud light kassanum 34% en Corona Extra kassanum 45%. Talað er um Augnabliks sparnað á skiltunum í Costco. Sé bjórinn reiknaður í stykkjatali kostar Bud light flaskann 108 krónur og Corona bjórinn 115 krónur, 120 krónur og 127 krónur með virðisaukaskatti. Svo virðist sem bjórinn sem er seldur á afslætti renni út á næstu mánuðum. Bud Light bjórinn rennur út í júlí og Corona bjórinn í júní samkvæmt merkingum á pakkanum. Vísir hafði samband við Brett Vigelskas, framkvæmdastjóra Costco á Íslandi, og spurði hann út í bjórsöluna hjá Costco. Á þeim tíma hafði fréttastofa aðeins haft veður af afslættinum en ekki haft myndirnar því til staðfestingar. Brett þvertók fyrir að um nokkra afsláttarsölu væri að ræða á bjór í Costco. Bud light bjórinn þarf að drekka í síðasta lagi í júlí miðað við upplýsingarnar á pakkanum. Skrýtinn orðrómur „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Brett.Okkur skilst að um sé að ræða Bud light bjór og Corona bjór. Að það tengist tollafgreiðslu vörunnar sem hafi dregist á langinn, og því sé hann seldur ódýrt?„Nei, því miður. Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.“ Aðspurður sagðist Brett vera staddur í Kauptúni í Garðabæ, í versluninni, en sagði ekkert óvenjulegt vera í gangi varðandi áfengissölu. „Nei, þetta er bara einhver skrýtinn orðrómur.“ Í framhaldinu bárust Vísi myndirnar sem fylgja fréttinni sem teknar voru í Costco í gær. Ekki náðist í Brett til að bera myndirnar undir hann, hvorki síðdegis í gær né í dag.
Áfengi og tóbak Costco Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira