Oddvitar helstu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 strax að loknum fréttum í kvöld, eða klukkan 18:55, í opinni dagskrá.
Heimir Már Pétursson stýrir kappræðunum en búast má við fjörugum umræðum um allt þetta helsta, Borgarlínu, húsnæðismál, skólamál og fleira til.
Þeir sem mæta í kappræðurnar eru eftirfarandi:
Ingvar Mar Jónsson, Framsóknarflokknum
Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni
Eyþór Laxdal Arnalds, Sjálfstæðisflokknum
Líf Magneudóttir, Vinstri grænum
Dóra Björt Guðjónsdóttur, Pírötum
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn
Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum
Kolbrún Baldursdóttir, Flokkur fólksins
Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokknum
Oddvitar helstu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum
Tengdar fréttir

„Hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður“
Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld.

Lóðir í lykilhlutverki í kappræðum oddvitanna í Kópavogi
Helst var tekist á um lóðaúthlutanir og húsnæðismál í kappræðum fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum á Stöð 2 í kvöld.