Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. maí 2018 19:41 Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39