Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 17:39 Rapheal Schutz, sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi. Vísir/Vilhelm Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi, telur orðspor Ísraels eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem hann reyndi að útskýra hlið Ísraels í átökum tengdum Gaza-svæðinu og nýju sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem. Ísrael vann Eurovision eftirminnilega fyrr í mánuðinum og ljóst að keppnin verður haldin þar í landi á næsta ári. Schutz sagði Ísraelsmenn ekki hafa tekið endanlega ákvörðun hvort keppnin verður haldin í Jerúsalem eða Tel Avív. Hann sagði hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að keppnina verði í Jerúsalem, enda hafi hún verið haldin með góðum árangri þar í borg tvisvar áður. Minntist hann sérstaklega á góðan árangur Selmu Björnsdóttur þegar hún hafnaði í öðru sæti í keppninni þegar hún var haldin í Jerúsalem árið 1999. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem keppt hefur fyrir hönd Íslands í Eurovision og er mikill fræðingur um keppnina, lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að Íslendingar ættu að sniðganga keppnina í Ísrael á næsta ári og mótmæla þannig „fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínu og setja mörk á alþjóðavísu.“ Schutz sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að hann hefði boðið Páli Óskari til viðræðna til að lýsa sínum sjónarmiðum og leyfa Páli Óskari að heyra hlið Ísraels í þessu máli en sagði Pál hafa hafnað boði hans. Sagðist hann vonast til þess að Íslendingar muni taka þátt í keppninni á næsta ári.Nánar verður fjallað um efni fundarins og rætt frekar við Schutz í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45