Átta konur saka Morgan Freeman um áreitni eða óviðeigandi hegðun Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 15:32 Mörg vitni segja að Freeman hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt í kringum konur í gegnum tíðina. Vísir/AFP Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman hefur verið sakaður um að áreita konur og óviðeigandi hegðun á tökustöðum og við kynningar á kvikmyndum. Ein kona lýsir því hvernig Freeman hafi ítrekað reynt að fletta upp um hana pilsinu. CNN-fréttastöðin hefur rætt við sextán manns um hegðun Freeman og átta þeirra saka leikarann um áreitni og óviðeigandi hegðun. Freeman er áttræður en áreitnin á að hafa átt sér stað á ýmsum stöðum. Á meðal þeirra er ung aðstoðarkona sem starfaði við kvikmyndina „Going in Style“ árið 2015. Hún segir að Freeman hafi ítrekað snert hana gegn vilja hennar og haft uppi ummæli um vöxt hennar og klæðaburð nærri því daglega. Eitt sinn segir konan að Freeman hafi ítrekað reynt að lyfta upp pilsinu hennar og spurt hana hvort hún væri í nærfötum. Þegar Alan Arkin, mótleikari Freeman í myndinni, hafi á endanum sagt honum að hætta hafi komið fát á Freeman. Önnur kona sem vann við framleiðslu á „Now You See Me“ árið 2012 segir að Freeman hafi ítrekað áreitt hana og aðstoðarkonur hennar á tökustað með athugasemdum um líkama þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Freeman hafi endurtekið hagað sér þannig að konum hafi liðið illa í vinnunni á tökustöðum undanfarinn áratug. Áreitið á einnig að hafa átt sér stað í kynningarferðum fyrir kvikmyndir og á vettvangi framleiðslufyrirtækis Freeman. Talsmaður Freeman svaraði ekki fyrirspurnum CNN vegna ásakana kvennanna. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman hefur verið sakaður um að áreita konur og óviðeigandi hegðun á tökustöðum og við kynningar á kvikmyndum. Ein kona lýsir því hvernig Freeman hafi ítrekað reynt að fletta upp um hana pilsinu. CNN-fréttastöðin hefur rætt við sextán manns um hegðun Freeman og átta þeirra saka leikarann um áreitni og óviðeigandi hegðun. Freeman er áttræður en áreitnin á að hafa átt sér stað á ýmsum stöðum. Á meðal þeirra er ung aðstoðarkona sem starfaði við kvikmyndina „Going in Style“ árið 2015. Hún segir að Freeman hafi ítrekað snert hana gegn vilja hennar og haft uppi ummæli um vöxt hennar og klæðaburð nærri því daglega. Eitt sinn segir konan að Freeman hafi ítrekað reynt að lyfta upp pilsinu hennar og spurt hana hvort hún væri í nærfötum. Þegar Alan Arkin, mótleikari Freeman í myndinni, hafi á endanum sagt honum að hætta hafi komið fát á Freeman. Önnur kona sem vann við framleiðslu á „Now You See Me“ árið 2012 segir að Freeman hafi ítrekað áreitt hana og aðstoðarkonur hennar á tökustað með athugasemdum um líkama þeirra. Heimildarmenn CNN segja að Freeman hafi endurtekið hagað sér þannig að konum hafi liðið illa í vinnunni á tökustöðum undanfarinn áratug. Áreitið á einnig að hafa átt sér stað í kynningarferðum fyrir kvikmyndir og á vettvangi framleiðslufyrirtækis Freeman. Talsmaður Freeman svaraði ekki fyrirspurnum CNN vegna ásakana kvennanna.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira