Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:11 Porosjenkó og Trump hittust í Hvíta húsinu 20. júní í fyrra. Úkraínsk stjórnvöld greiddu lögmanni Trump hundruð þúsunda dollara fyrir að koma fundinum í kring. Vísir/AFP Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59