Haukur Páll: Eina rétta í stöðunni var að skipta mér út af | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 09:47 „Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti