Þúsundum sagt upp hjá Deutsche Bank Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 07:21 Höfuðstöðvar Deutsche Bank eru í Frankfurt í Þýskalandi. VísirAP Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig. Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Á blaðamannafundi í morgun kynntu stjórnendur bankans umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við taprekstri síðustu þriggja ára. Uppgjör bankans í febrúar síðastliðnum sýndi fram á tap upp á 60 milljarða króna á síðasta ári. Deutsche Bank tapaði 822 milljörðum króna árið 2015 og 181 milljarði árið eftir. Framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, var sagt upp í síðasta mánuði vegna taprekstursins. Fleirum en honum verður þó sparkað ef marka má yfirlýsingar Deutsche Bank í morgun. Þar kom til að mynda fram að starfsmönnum bankans, sem nú eru 97 þúsund talsins, verði orðnir „töluvert færri“ en 90 þúsund áður en yfir lýkur. Uppsagnirnar munu ná til allra útibúa bankans en bankinn hefur ekki viljað gefa upp nákvæma útlistun. Talið er að fjárfestinga- og fyrirtækjasvið bankans muni taka mestum stakkaskiptum eftir fyrirhugaða endurskipulagningu. Ætlunin sé að minnka umfang Deutsche Bank svo að hann geti einbeitt sér að því „sem hann gerir best.“ Markaðir í Þýskalandi hafa tekið ágætlega í fregnir af endurskipulagningunni. Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð Deutsche Bank í Frankfurt hækkað um næstum hálft prósentustig.
Tengdar fréttir Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Toppi Deutsche Bank sparkað Deutcshe Bank hefur rekið framkvæmdastjóra bankans, John Cryan, og tekur uppsögn hans strax gildi. 9. apríl 2018 06:03
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent